Volaða land eftir Hlyn Pálmason er sextánda kvikmyndin eftir íslenskan leikstjóra sem valin er á þessa stærstu kvikmyndahátíð heimsins á tæpum fjörtíu árum. Það segir sína sögu að helmingur þeirra er frá síðustu 11 árum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn milli Cannes og Netflix spilast. Um er að ræða grundvallarmál varðandi hvernig almenningur horfir á kvikmyndir og þó að Netflix sé að ryðja nýjar brautir í þeim efnum er ekki endilega rétt að afskrifa Frakkana. Og nei, þetta er ekki endilega eitthvað "framtíð gegn fortíð" mál - þetta snýst miklu frekar um spurninguna hvað er bíó?
Un Certain Regard verðlaunin til kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrútar, eru mikill merkisviðburður. Cannes er drottning kvikmyndahátíða heimsins, hátíð hátíðanna og þetta er í fyrsta sinn sem íslensk bíómynd vinnur þar til verðlauna. Grími Hákonarsyni leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Grímari Jónssyni framleiðanda og þeirra fólki er hér með óskað hjartanlega til hamingju.