spot_img
HeimEfnisorðBrynja Þorgeirsdóttir

Brynja Þorgeirsdóttir

„Dagur í lífi þjóðar“: Hollráð við upptökur

RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Brynja Þorgeirsdóttir sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi beitingu myndavélar og hljóðnema í stuttu innslagi.

Breytingar á „Kastljósi“ RÚV, menningarumfjöllun bætist við, „Djöflaeyjan“ lögð niður

RÚV hefur tilkynnt um breytingar á Kastljósi sem felast í því að menningarumfjöllun fær fast pláss í þættinum þrisvar í viku og verður Brynja Þorgeirsdóttir menningarritstjóri þáttarins. Menningarþátturinn Djöflaeyjan, sem Brynja stýrði áður, verður lagður niður.

Íslenskar kvikmyndir í kreppu?

Gagnrýnendur Djöflaeyjunnar, Hlín Agnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson, ræddu um íslenskar kvikmyndir í tilefni þess að á dögunum voru alls sex slíkar í sýningum á bíóunum. Þeim fannst heilt yfir frekar lítið til þessara mynda koma, nefndu flatar persónur, áberandi karllæga sýn og að handrit væru almennt ekki nógu áhugaverð.

„Orðbragði“ beint að unga fólkinu

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason fara yfir hugmyndirnar á bakvið þáttaröðina Orðbragð sem naut mikilla vinsælda á RÚV í vetur og er nú tilnefnd til Edduverðlauna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR