Þáttaröðin Vigdís fer í loftið á RÚV á nýársdag, 1. janúar. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.
Kristín Eiríksdóttir rithöfundur og leikskáld flutti í gær pistil í Viðsjá á Rás 1 þar sem hún lýsir því að það hafi verið sem spark í maga að komast að því að þáttaröðin Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory.
Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir er einn þriggja handritshöfunda að þáttunum Ráðherrann sem frumsýndir verða á RÚV á sunnudaginn. Morgunblaðið ræddi við hana um þættina.
Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.