Flestir flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis vilja gera samkomulag við kvikmyndagerðina til næstu fjögurra ára. Þetta kom fram á málþinginu Setjum menninguna á dagskrá sem BÍL stóð fyrir í húsnæði LHÍ í gær með fulltrúum stjórnmálaflokkanna.
Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent.
Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018. Meðal þess sem BÍL leggur til er að framlag til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfaldað og nái 2 milljörðum króna 2020 og að RÚV fái bætta þá skerðingu sem félagið hefur sætt á undanförnum árum.
Stjórn BÍL hefur sent frá sér ályktun um málefni Ríkisútvarpsins þar sem því er beint til menningarmálaráðherra að Ríkisútvarpið verði styrkt svo sem verða má, jafnt í rekstrarlegu sem menningarlegu tilliti, svo tryggt verði að það fái staðið af metnaði undir lagalegu hlutverki sínu á vettvangi almannaþjónustu og menningar.
Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur sent umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2015 til fjárlaganefndar, nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar fengu umsögnina einnig senda. Meðal annars leggur BÍL til að framlag í Kvikmyndasjóð verði aukið um 200 milljónir króna og að innheimtu útvarpsgjaldi verði skilað að fullu til Ríkisútvarpsins.