Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).
Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur útsendari Klapptrés á nýafstaðinni Berlínarhátíð, ræddi við pólska leikstjórann Tomasz Wasilewski um mynd hans United States of Love, en Wasilewski var valinn besti handritshöfundurinn á hátíðinni.
Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur útsendari Klapptrés á nýafstaðinni Berlínarhátíð, hitti þá Måns Månsson og Anders Mossling, leikstjóra og aðalleikara sænsku myndarinnar Yarden á hátíðinni, en þessi áleitna kvikmynd hefur vakið mikla athygli.
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir stuttmyndina A Man Returned sem hlaut Silfurbjörninn á Berlinale hátíðinni í kvöld. Þá var Arnar Þórisson tökumaður lettnesku kvikmyndarinnar Mellow Mud sem hlaut Krystalbjörninn fyrir bestu mynd í flokknum Generation 14Plus.
Ásgeir H. Ingólfsson er nú sérlegur tíðindamaður Víðsjár á Berlinale og hefur sent frá sér fyrsta pistilinn þar sem hann ræðir meðal annars við leikarann Alexander Skarsgård sem kynnir mynd sína War on Everyone og leikstjórann Måns Månsson sem sýnir mynd sína Yarden.
Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona var valin úr hópi tíu norrænna leikara til að hljóta Northern Lights verðlaunin sem afhent voru á Berlínarhátíðinni í gær. Nanna Kristín fer með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Reykjavík sem kemur í kvikmyndahús þann 11. mars næstkomandi.
Breska sölufyrirtækið West End Films mun sjá um alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Mules sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Börkur Sigþórsson mun leikstýra og áætlað er að tökur hefjist í vor.