Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildarmynd Ara Alexanders, Aumingja Ísland. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu og segir tengingar og úrvinnslu efnisatriða ekki nægilega skarpar og að heildin hefði verið sterkari ef moðað væri úr minna efni.
Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.
Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.
Heimildamynd Ara Alexanders Aumingja Ísland, Sturlungaöld um aldir alda verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 10. nóvember. Myndin tekur á því sem gerðist hér í útrás og hruni og fjallar frá víðara sjónarhorni um örlög og sjálfsskilning þjóðarinnar, um vandann við að greina söguna á líðandi stund og um angist kvikmyndagerðarmannsins sem reynir að skilja samfélagið sem hann býr í.
Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.