Atli Sigurjónsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í Fréttablaðið og segir hana í heildina skemmtilega og ljúfsára mynd þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og áhrifavaldarnir. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.
Atli Sigurjónsson skrifar í Fréttablaðið um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana fyndna, vel leikna, fagmannlega gerða og umfram allt bráðskemmtilega.
Atli Sigurjónsson sem skrifað hefur gagnrýni um kvikmyndir á Klapptré hefur nú verið ráðinn gagnrýnandi Fréttablaðsins. Honum er óskað velfarnaðar í nýju starfi en fyrsta umsögn hans fyrir blaðið er um Þresti Rúnars Rúnarssonar og gefur hann myndinni þrjár stjörnur af fimm.
"Það er í raun ekki auðvelt að lýsa þeim krafti sem Grími tekst að skapa með þessari mynd," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni um Hrúta. "Hún byrjar hægt en grípur mann smám saman, byggir hlutina vel upp og skapar einhvern sérstakan heim sem er þó kunnuglegur. Hún heldur manni í einhverri spennu og það er sjaldan ljóst hvað gerist næst, og sagan kemur sífellt á óvart."
Líklega seint talið eitt af þeim bestu en engu að síður athyglisvert að mörgu leyti, segir Atli Sigurjónsson kvikmyndagagnrýnandi í yfirliti sínu um íslenska kvikmyndaárið 2013 sem birtist í Kjarnanum.