Ari Gunnar Þorsteinsson fjallar um nýjustu mynd Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, í Kjarnanum og segir meðal annars "ákveðið sjokk að upplifa nýjustu mynd Andersons, The Grand Budapest Hotel, sem er bæði fyrsta mynd hans þar sem einhvers konar pólitísk heimsmynd brýst inn í ýktan sagnaheiminn og fyrsta mynd hans sem endar á tóni sem vísar till aukinnar eyðileggingar og niðurrifs í stað aukinnar samheldni eða uppbyggingar."
"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.