HeimEfnisorðÁgúst Jakobsson

Ágúst Jakobsson

„Edie“ fær fína umsögn

Breska myndin Edie í leikstjórn Simon Hunter fær glimrandi dóma á kvikmyndavefnum Cinevue. Kvikmyndatöku Ágústs Jakobssonar er sérstaklega hrósað. Myndin var frumsýnd á nýafstaðinni Edinborgarhátíð.

[Stikla] „Edie“

Stikla kvikmyndarinnar Edie hefur verið opinberuð og má skoða hér. Ágúst Jakobsson er tökumaður myndarinnar sem verður frumsýnd á Edinborgarhátíðinni síðar í mánuðinum. Simon Hunter leikstýrir og með aðalhlutverkið fer hin kunna breska leikkona Sheila Hancock.

Ágúst Jakobsson filmar bresku myndina „Edie“, frumsýnd á Edinborgarhátíðinni

Ágúst Jakobsson er tökumaður bresku myndarinnar Edie í leikstjórn Simon Hunter. Hin kunna breska leikkona Sheila Hancock fer með aðalhlutverkið, en myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem hefst 21. júní. 

Ný stikla fyrir „Sword of Vengeance“

Ágúst Jakobsson tökumaður mundar linsuna í hinni blóði drifnu hasarmynd Sword of Vengeance. Ný stikla hefur nú verið opinberuð en myndin er frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag.

Fagurt flýtur blóð í „Sword of Vengeance“

Ágúst Jakobsson er tökumaður myndarinnar Sword of Vengeance eins og Klapptré hefur áður skýrt frá. Myndin er framleidd af breska fyrirtækinu Vertigo Films og leikstjóri er James Weedon. Myndin er nú frágengin og má skoða stiklu hennar hér.

Kattarauglýsing verðlaunuð

Auglýsing tryggingafélagsins Sjóvá með kettinum Jóa í aðalhlutverki vann í vikunni alþjóðleg verðlaun EPICA. Guðjón Jónsson var leikstjóri, Ágúst Jakobsson tökumaður. Auglýsingin er framleidd af Sagafilm.

Ágúst Jakobsson filmar „Sword of Vengeance“

Ágúst Jakobsson tökumaður (Málmhaus) hefur verið ráðinn til að stjórna tökum á kvikmyndinni Sword of Vengeance í leikstjórn Jim Wheedon. Tökur eru að hefjast í Serbíu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR