HeimEfnisorð365 miðlar

365 miðlar

365 vaktar og kærir deilendur íslensks efnis

365 miðlar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að sérhæfð fyrirtæki muni héðan í frá fylgjast grannt með IP tölum þeirra sem hlaða íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur. Jafnframt segir að 365 hafi lagt fram kærur á hendur aðilum sem gerst hafa sekir um að dreifa ólöglega höfundaréttarvörðu efni.

Jón Gnarr: Lykillinn að farsælli framtíð okkar í sjónvarpinu

Jón Gnarr, nýráðinn dagskrárstjóri 365, leggur fram nokkurskonar "manifesto" í Fréttablaðinu í dag. Hann ræðir sýn sína á sjónvarp og segir menningarlegt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann jafnmikið og Íslendingasögur voru fyrir fornöldina.

„Blóðberg“ Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

365 miðlar tekur yfir Bravó og Miklagarð

365 miðlar hafa eignast öll hlutabréf í Konunglega kvikmyndafélaginu sem rekið hefur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, innan við tveimur mánuðum eftir að nýju stöðvarnar fóru í loftið. 365 rekur Bravó áfram en Mikligarður fer í sumarfrí og framtíð stöðvarinnar verður ákveðin síðar. RÚV skýrir frá þessu.

Krafa um skref aftur til fortíðar

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf umræðunni um Netflix málið og bendir á að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Bjóða verði uppá sambærilega eða betri þjónustu.

Eru skapandi greinar réttlausar?

Höfundaréttarmál í brennidepli: Ari Edwald forstjóri 365 bendir á að að Netflix sé dæmi um þjónustu sem ekki sé boðin löglega hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR