Útskriftarmynd Helenu Rakel frá Kvikmyndaskóla Íslands, Bland í poka, var í gær valin 17. besta myndin af 118 í árlegri stuttmyndasamkeppni CILECT, alheimssamtaka kvikmyndaskóla.
EFA Young Audience áhorfendaverðlaunin hafa farið fram frá árinu 2012 og tekur Ísland nú þátt í fyrsta skipti. Hátíðin fer fram þann 6. maí í Bíó Paradís. Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 9 og lýkur henni með verðlaunafhendingu sem hefst kl. 18 að íslenskum tíma.
Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, er eitt af fimmtán verkefnum sem hefur verið valið til þátttöku á Cannes Atelier sem er vettvangur fyrir leikstjóra og framleiðendur verkefnanna sem miðar að því að hjálpa við taka næstu skref í að koma verkefninu af stað, t.a.m. með því að standa fyrir fundum með mögulegum fjármögnunaraðilum.
Bandaríska sjónvarpsstöðin UPTV hefur keypt streymisréttinn af Kattarshians, sem er útsending í rauntíma frá lífi og leikjum nokkurra kettlinga. Kattarshians-streymið er opið inni á www.kattarshians.tv. Sagafilm framleiðir efnið.
Í gær birtist frétt á Klapptré þess efnis að kvikmyndin Snjór og Salóme yrði frumsýnd 11. nóvember næstkomandi. Þetta er rangt, frumsýning verður 3. febrúar 2017. Frétt Klapptrés var byggð á úreltum upplýsingum og beðist er velvirðingar á því. Fréttin frá í gær hefur verið fjarlægð.
RIFF fagnar tíu ára afmæli sínu m.a. með því að veita þremur leikstjórum verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi. Leikstjórarnir koma frá Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum,...
Evrópsku kvikmyndahátíðinni (European Film Festival Iceland / EFFI), sem fram fer í Bíó Paradís dagana 19.-29. september 2013, er ætlað að gefa þverskurð af...