spot_img

Sena og Arion banki eignast hlut í Glassriver

Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Mbl.is birtir.

Í tilkynningunni segir að með eignarhaldi Senu, sem hefur verið leiðandi á sviði viðburða og tónleika, hljótist mikil samlegðaráhrif. Sena geti með þekkingu sinni gefið starfsfólki Glassriver frekara rými til þróunar verkefna og listræns starfs. Aðkoma Arion banka að eignarhaldinu er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Bankinn hefur um árabil verið viðskiptabanki Glassriver.

Segir í tilkynningunni að verkefni næstu mánaða sé að stuðla að endurskipulagningu og áframhaldandi uppbyggingu á rekstri framleiðslufyrirtækisins með nýjum eigendum.

Glassriver hefur á undanförnum árum komið að framleiðslu fjölmargra sjónvarpsþáttaraða, þar á meðal eru Venjulegt fólk, Svörtu sandar, Vitjanir, Svo lengi sem við lifum, Húsó og nú síðast Heimaey. Vinna stendur yfir að tveimur þáttaröðum, Ljúfa líf og Flóðinu. Ýmislegt fleira er í farvatninu hjá Glassriver.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR