Segir í tilkynningu frá ÍKS:
Bergsteinn Björgúlfsson, gaf ekki kost á sér að þessu sinni, en hann hefur verið forseti frá stofnun 2011. ÍKS þakkar Bergsteini innilega fyrir ómetanlegt framlag og óska Tómasi til hamingju með kosninguna.
Tómas Örn hefur starfað sem kvikmyndatökustjóri í nær aldarfjórðung bæði á Íslandi sem og erlendis.
Helsti tilgangur ÍKS er að styðja, efla og verja faglega stöðu kvikmyndatökustjóra á Íslandi og vera sameiginleg rödd þeirra í opinberri umræðu og stefnumótun. Félagið leitast auk þessa við að vinna með öðrum fagfélögum innan kvikmyndaiðnaðarins og er meðlimur í alþjóðasamtökum kvikmyndatökustjóra (IMAGO – International Federation of Cinematographers).













