spot_img

Bransadagurinn haldinn 13. janúar í Hörpu

Hinn árlegi Bransadagur fer fram í Hörpu þann 13. janúar. Viðburðurinn er á vegum Skerpu, félags tæknifólks og Rafmenntar í samvinnu við Hörpu.

Á Bransadeginum kynna fjölmörg fyrirtæki sem tengjast kvikmynda- og sjónvarpsbransanum, sem og viðburða- og sviðsgeiranum, vörur sínar og þjónustu. Einnig standa allan daginn yfir fyrirlestrar frá fjölbreyttum hópi fólks sem fjallar um hverskyns mál sem að bransanum snúa.

Dagskrána má skoða hér.

Miðasala fer fram hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR