Sýningar á Norðurlöndum og í Þýskalandi hefjast einnig árið 2026.
Sagan gerist í framtíð þar sem jöklarnir hafa bráðnað og úr þeim hafa skriðið verur sem áður voru aðeins til í þjóðsögum. Ormhildur er ung stúlka sem starfar ásamt Alberti gamla í Kukl- og Galdrarannsóknarsetri ríkisins. Smám saman uppgötvar hún eigin töframátt og leggur upp í ferðalag til að finna leiðir til friðsamlegrar sambúðar manna og goðsagnavera.
Ormhildarsaga er teiknimyndasería ætluð unglingum og fjölskyldum. Hún sameinar kaldhæðnislegan húmor og íslenskar þjóðsögur og speglar samband mannkynsins við náttúruna ásamt samtímaáhyggjum af loftslagsbreytingum.
Serían samanstendur af 26 þáttum, hver um sig 22 mínútur að lengd. Hún hefur verið í þróun og framleiðslu síðan 2015 og er framleidd af Compass Films í samstarfi við
Animation Studio Iceland, Letko og Projects.
Von er á framhaldi þáttanna síðar.













