spot_img

Ágúst Guðmundsson fær heiðurslaun listamanna

Ágúst Guðmundsson leikstjóri fær heiðurslaun listamanna frá og með 2026.

Ágúst er fjórði kvikmyndagerðarmaðurinn sem er handhafi heiðurslauna listamanna. Hin eru Kristín Jóhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson og Þráinn Bertelsson.

Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verði þau 80% af starfslaunum. Þeir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína. Þá má einnig veita þeim heiðurslaun ef störf þeirra að listum hefur skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR