Í þáttunum, sem eru alls fjórir, verður farið yfir sögu hljóðversins og hversu mikil áhrif það hafði á íslenskt tónlistarlíf. Saga Hljóðrita er í raun saga tónlistar á Íslandi síðustu 50 ár, segir í kynningu og þar segir einnig:
Árni Þór Jónsson leikstýrir og framleiðir ásamt Hannesi Friðbjarnarsyni fyrir Republik. Meðframleiðendur eru RÚV, Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Bjarni Felix Bjarnason og Víðir Sigurðsson annast kvikmyndatöku og Gunnar Árnason sér um hljóðvinnnslu. Davíð Berndsen, Jói B og Gunnar Árnason tóku upp hljóð. Simply Studio gerði titla og Trickshot sá um eftirvinnslu.













