spot_img

ÁSTIN SEM EFTIR ER víða á topplistum yfir bestu kvikmyndir ársins

Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason birtist víða á toppplistum þessa dagana yfir bestu kvikmyndir ársins.

Áður hafði Klapptré sagt frá því að myndin var á topplistum hjá National Board of Review og Sight and Sound.

Myndin er einnig meðal kvikmynda ársins hjá The Film Stage. Myndin er einnig á öðrum lista The Film Stage yfir bestu kvikmyndatöku ársins.

Film Comment bauð fjölda gagnrýnenda að tjá sig um bestu kvikmyndir ársins og 11 þeirra settu myndina á sinn topplista.

Ástin sem eftir er er einnig á þessum lista frá streymisveitunni MUBI yfir bestu plaköt ársins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR