spot_img

[Stikla] Þáttaröðin HEIMAEY hefst í Sjónvarpi Símans 20. nóvember

Spennuþáttaröðin HeimaEy verður frumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium 20. nóvember. Stiklan er komin út.

Hin portúgalska Maria finnst myrt í Vestmannaeyjum. Lögreglukonan Soffía kemur frá Reykjavík til að rannsaka málið en hún er ættuð frá Vestmannaeyjum. Fljótlega áttar hún sig á því að málið er snúnara en hún gerði sér grein fyrir. Þegar Soffía og samstarfskona hennar Mattý kafa dýpra í málið, fellur grunurinn á Alex, fyrrverandi eiginmann Maríu. Óvænt endurkoma hans til Íslands vekur spurningar og óútskýrð hegðun hans gerir hann grunsamlegan. Málið tekur á sig myrkari hliðar þegar upp kemst um hættulegan smyglhring sem tengist eyjunni. Þegar Soffía afhjúpar vef lyga, svika og glæpa, þarf hún að horfast í augu við skelfilega möguleika þess að sonur hennar er flæktur í málið.

HeimaEy (áður Friðarhöfn) er íslensk/portúgölsk samframleiðsla. Glassriver er íslenskur framleiðandi þáttanna. Arnór Pálmi Arnarson leikstýrir. Handritshöfundar eru Sveinbjörn I. Baldvinsson, Elías Helgi Kofed-Hansen, Joana Adnrade og Filipa Poppe.

Með helstu hlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Catarina Rebelo, Viktor Benóný Benediktsson, María Jaoa Bastos, Ivo Canelas, Cleia Almeida, Örn Gauti Jóhannsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Maruo Hermínio, Joao Villias-Boas, Rui Morisson, Styrmir Steinn Gestsson, Andre Vonport og Arnfinnur Þór Jónsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR