spot_img

Þáttaröðin REYKJAVÍK FUSION hefst í dag í Sjónvarpi Símans

Þáttaröðin Reykjavík Fusion frá Act 4 hefst í Sjónvarpi Símans í dag. Handrit skrifa Hörður Rúnarsson og Birkir Blær Ingólfsson. Leikstjórar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson. Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir fara með aðalhlutverkin.

Þættirnir segja frá matreiðslumeistara sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist. Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Þetta setur bæði skilorðið hans og seinna meir líf hans og fjölskyldunnar í hættu.

Þetta er fyrsta sjónvarpsþáttaserían frá framleiðslufyrirtækinu Act4 og kemur hugmyndin frá Herði Rúnarssyni. Hann skrifar seríuna ásamt Birki Blæ Ingólfssyni. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir, en með önnur stór hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Unnur Birna Backman, Góa, Þorsteinn Gunnarsson og fleiri.

Leikstjórar seríunnar eru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson og Skot Productions eru meðframleiðendur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR