spot_img

JÖRÐIN UNDIR FÓTUM OKKAR verðlaunuð í S-Kóreu

Jörðin undir fótum okkar vann dómnefndarverðlaunin á DMZ International Documentary Film Festival, einni virtustu heimildamyndahátíð í Asíu. Yrsa Roca Fannberg, leikstjóri myndarinnar, tók við verðlaununum í Suður-Kóreu í gær.

Í umsögn dómnefndar segir:

Með fallegri og næmri kvikmyndatöku fylgir myndin eftir daglegu lífi aldraðra á síðasta skeiði lífsins á umhyggjusaman, hlýlegan og virðulegan hátt. Hún minnir okkur á að lífið er hverfult og dauðinn óumflýjanlegur. Í heimi, sem verður sífellt sundraðri og ofbeldisfyllri, er myndin mótefni sem sýnir okkur mikilvægi þess að sýna umhyggju og kærleika.

Jörðin undir fótum okkar verður frumsýnd á Íslandi 2. október á RIFF þar sem hún keppir um verðlaun í flokki Vitrana.

Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís 6. október

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR