spot_img

[Stikla] Gamanþáttaröðin BRJÁNN hefst 14. september á Sýn

Leiktímabilið er á enda og Þróttur er fallinn. Í örvæntingu sinni ræður stjórnin nýjan þjálfara, eilífðarunglinginn Brján, sem hefur enga reynslu af þjálfarastörfum, nema í Football Manager. Þannig hljómar lýsingin á nýju gamanþáttaröðinni Brjáni sem hefur göngu sínu á SÝN+ í september.

Þetta kemur fram á Vísi og þar segir einnig:

Sigurjón Kjartansson er leikstjóri og framleiðandi þáttanna en handritið skrifa þau Karen Björg Þorsteinsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundarson eftir hugmynd Erlings Jacks Guðmundssonar, sem lék með Þrótti um árabil.

Brjánn Bergsson býr heima hjá móður sinni þrátt fyrir að vera á sextugsaldri. Hann er áskrifandi af launum hjá fjölskyldufyrirtækinu, en eyðir stærstum hluta daga sinna í að spila Football Manager og hanga inni í Þróttaraheimili ásamt öðrum „kötturum“. Röð tilviljana veldur því að hann er ráðinn þjálfari Þróttar og neyðist til að fullorðnast hratt.

Halldór Gylfason leikur „köttarann“ og elífðarunglinginn Brján en auk hans leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Karen Björg Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Sigurjónsson og ýmsir fleiri.

Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan:

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR