Í rekstur Kvikmyndamiðstöðvar er gert ráð fyrir 157,5 milljónum króna á næsta ári. Það er nokkurnveginn sama tala og á yfirstandandi ári (157,6 milljónir).
Þá er gert ráð fyrir tæpum 4 milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á næsta ári, en á þessu ári er gert ráð fyrir um 6 milljörðum.
Kvikmyndasafn Íslands fær 168,3 milljónir króna á næsta ári, miðað við 162,3 milljónir króna á þessu ári.
Skoða má tölurnar með því að smella á heimildarhlekkinn hér fyrir neðan.













