spot_img

Framlög til Kvikmyndasjóðs 2026 á pari við yfirstandandi ár

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.362,3 milljónir króna. Framlög 2025 námu 1.323,1 milljónum króna. Hækkunin nemur tæpum 3%, sem er undir verðbólgu.

Í rekstur Kvikmyndamiðstöðvar er gert ráð fyrir 157,5 milljónum króna á næsta ári. Það er nokkurnveginn sama tala og á yfirstandandi ári (157,6 milljónir).

Þá er gert ráð fyrir tæpum 4 milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á næsta ári, en á þessu ári er gert ráð fyrir um 6 milljörðum.

Kvikmyndasafn Íslands fær 168,3 milljónir króna á næsta ári, miðað við 162,3 milljónir króna á þessu ári.

Skoða má tölurnar með því að smella á heimildarhlekkinn hér fyrir neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR