Mbl.is skýrir frá og þar segir einnig:
Myndin á að gerast á fimmta áratug síðustu aldar og fjallar um kvenkyns miðil sem kemst í kynni við lögreglumann sem syrgir konu sína og lofar hún honum fréttum úr handanheimum.
Í frétt Variety er haft eftir Birni Hlyn þar sem hann segir að Klara sé byggð á sannsögulegum atburðum þar sem virtur miðill flæktist í ýmis flókin mál afbrota, sorga og stjórnmála. Hann hafi lengi verið heillaður af þeim óskýru mörkum blekkingar og vonar, sérstaklega þegar fólk er í sorgarferli og í leit að merkingu.
Þá segist hann ekki ætla að leika í myndinni og verið sé að ræða við alþjóðlega leikara fyrir aðalhlutverkin.
Klara verður framleidd af Vesturport og Boom Films sem stýrt er af Stellu Harnström sem er umboðsmaður leikkonunnar Noomi Rapace. Þá er Sjón einnig titlaður einn framleiðanda sem og Rakel Garðarsdóttir og Agústa M. Ólafsdóttir. Myndin var kynnt á Nordic Co-Production Market í Haugesund, Noregi.













