spot_img

Björn Hlynur og Sjón vinna saman að kvikmynd

Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Sjón eru sagðir vinna sam­an að kvik­mynd sem lýst er sem róm­an­tískri „tra­gedíu“ og heit­ir Klara, eft­ir því sem fram kem­ur í frétt Variety.

Mbl.is skýrir frá og þar segir einnig:

Mynd­in á að ger­ast á fimmta ára­tug síðustu ald­ar og fjall­ar um kven­kyns miðil sem kemst í kynni við lög­reglu­mann sem syrg­ir konu sína og lof­ar hún hon­um frétt­um úr hand­an­heim­um.

Í frétt Variety er haft eft­ir Birni Hlyn þar sem hann seg­ir að Klara sé byggð á sann­sögu­leg­um at­b­urðum þar sem virt­ur miðill flækt­ist í ýmis flók­in mál af­brota, sorga og stjórn­mála. Hann hafi lengi verið heillaður af þeim óskýru mörk­um blekk­ing­ar og von­ar, sér­stak­lega þegar fólk er í sorg­ar­ferli og í leit að merk­ingu.

Þá seg­ist hann ekki ætla að leika í mynd­inni og verið sé að ræða við alþjóðlega leik­ara fyr­ir aðal­hlut­verk­in.

Klara verður fram­leidd af Vest­urport og Boom Films sem stýrt er af Stellu Harnström sem er umboðsmaður leik­kon­unn­ar Noomi Rapace. Þá er Sjón einnig titlaður einn fram­leiðanda sem og Rakel Garðars­dótt­ir og Ag­ústa M. Ólafs­dótt­ir. Mynd­in var kynnt á Nordic Co-Producti­on Mar­ket í Haugesund, Nor­egi.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR