Myndin verður sýnd í Smárabíói, Kringlubíói, Bíó Paradís, Sambíóunum á Akureyri og Laugarásbíói. Myndin verður sýnd með íslenskum texta í öllum kvikmyndahúsum, nema í Bíó Paradís, þar sem hún verður með enskum texta.
Ástin sem eftir er fjallar um ár í lífi fjölskyldu í kjölfar skilnaðar foreldranna. Ljúfsár og fyndin augnablik af daglegu lífi verða að samansafni minninga sem segja sögu um ástina, umhyggjuna og þrautseigjuna sem lifir áfram þrátt fyrir breytingar, segir í kynningu.
Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk en í öðrum hlutverkum eru Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils Hlynsson, Grímur Hlynsson, Anders Mossling, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Stephan Stephensen, Kristján Guðmundsson, Halldór Laxness Halldórsson og Ingvar E. Sigurðsson.
Hlynur Pálmason leikstýrir, skrifar handrit og sér um kvikmyndatöku. Julius Krebs Damsbo klippir. Anton Máni Svansson framleiðir fyrir hönd Still Vivid í samstarfi við Snowglobe (Danmörk), HOBAB (Svíþjóð) og Maneki Films (Frakkland). Harry Hunt gerir tónlist og leikmynd er eftir Frosta Friðriksson. Nina Grønlund sér um búninga.













