Þetta kemur fram á Vísi og þar segir einnig:
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024 þar sem ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarpsefni frá því árið 2023.
Áætlað er að verðlaunin verði haldin árlega og að í framtíðinni verði þá afhent verðlaun fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri.
Verðlaunað verður í eftirtöldum flokkum:
Barna- og unglingaefni ársins
Frétta- eða viðtalsefni ársins
Íþróttaefni ársins
Leikið sjónvarpsefni ársins
Menningar- og mannlífsefni ársins
Skemmtiefni ársins
Sjónvarpsviðburður ársins
Heimildaefni ársins
Sjónvarpsefni ársins (val fólksins)
Sjónvarpsmanneskja ársins
Útsendingarstjóri ársins
Leikari ársins
Leikkona ársins
Leikstjóri ársins
Tónlist ársins
Leikmynd ársins
Brellur ársins
Búningar ársins
Gervi ársins
Handrit ársins
Hljóð ársins
Klipping ársins
Kvikmyndataka ársins
Auglýst er eftir innsendingum í fyrrgreindum flokkum og tekið er á móti þeim til og með 31. ágúst.
Dómnefndarakademía mun annast mat á innsendingum og tilkynnt verður um tilnefningar í upphafi októbermánaðar.
Hér má finna slóð á innsendingarnar: https://mitt.ruv.is/
Ef þörf er á aðstoð má senda fyrirspurnir á sjonvarpsverdlaunin@gmail.com.













