Staðan í íslenskri kvikmyndagerð rædd á bransadögum Stockfish

Pallborð um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar fór fram í Norræna húsinu laugardaginn 12. apríl. Skortur á fjárfestingu í greininni var að vonum efst á baugi, enda hamlar það margskonar framfaramálum. Upptöku frá pallborðinu má skoða hér.

Pallborðið var hluti af bransadögum Stockfish hátíðarinnar.

Í upphafi gerði Hilmar Sigurðsson framleiðandi grein fyrir lykiltölum iðnaðarins og fylgja þær afar fróðlegu upplýsingar hér að neðan.

Í pallborðinu var rætt um skort á fjárfestingu og niðurskurðinn sem kvikmyndagerðin hefur mátt sæta á undanförnum árum. Einnig var fjallað um endurgreiðslukerfið, vinnuaðstæður í greininni, sjálfbærnimál og ýmislegt annað.

Þátttakendur voru Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, Arna Kristín Einarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu menningar og skapandi greina hjá Menningarráðuneytinu, Gagga Jónsdóttir frá Samtökum kvikmyndaleikstjóra (SKL), Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Drífa Freyju- og Ármannsdóttir frá Félagi leikmynda- og búningahönnuða (FLB), Sveinbjörn I. Baldvinsson formaður Félags handritshöfunda og leikskálda (FIH), Sigríður Rósa Bjarnadóttir frá Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK) og María Sigríður Halldórsdóttir formaður Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (Wift).

Umræðum stýrði blaðakonan Marta Balaga.

Streymið hefst á mínútu 26:56.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR