[Stikla] Þáttaröðin REYKJAVÍK 112 hefst 10. apríl í Sjónvarpi Símans

Þáttaröðin Reykjavík 112 hefur göngu sína í Sjónvarpi Símans Premium þann 10. apríl.

Þegar ung kona er myrt á hrottalegan hátt í Reykjavík, verður sex ára dóttir hennar, sem er í felum, vitni að morðinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar og barnasálfræðingurinn Freyja þurfa að leggja til hliðar sín deilumál og sameinast í þrotlausri vinnu til að leysa morðmálið og vernda unga vitnið fyrir yfirvofandi ógn morðingjans.

Kolbeinn Arnbjörnsson, Vivian Ólafsdóttir og Þorsteinn Bachmann fara með helstu hlutverk.

Þættirnir sex eru byggðir á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, DNA. Reynir Lyngdal, Óskar Þór Axelsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra. Óttar M. Norðfjörð, Björg Magnúsdóttir og Snorri Þórisson skrifa handrit. Snorri Þórisson og Christian Friedrichs framleiða fyrir Nýja miðlun og ndF í Þýskalandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR