Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.
Handrit skrifa Yrsa og Elín Agla Briem. Wojciech Staroń sér um stjórn kvikmyndatöku. Framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir hjá Akkeri Films og meðframleiðandi er Małgorzata Staroń (Staron Films).