[Stikla] JÖRÐIN UNDIR FÓTUM OKKAR heimsfrumsýnd á CPH:DOX

Heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn síðar í mánuðinum. Stikla myndarinnar er komin út.

Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.

Handrit skrifa Yrsa og Elín Agla Briem. Wojciech Staroń sér um stjórn kvikmyndatöku. Framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir hjá Akkeri Films og meðframleiðandi er Małgorzata Staroń (Staron Films).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR