Gunnar Tómas Kristófersson ræðir rannsóknir sínar á íslenskri kvikmyndasögu

Í nýjasta þætti Blöndu, hlaðvarps Sögufélags, ræðir Kristín Svava Tómasdóttir við Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnema og sérfræðing á Kvikmyndasafninu.

Segir á vef Sögufélags:

Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands og doktorsnemi í kvikmyndafræði, hefur verið ötull við að skrifa í tímaritið Sögu undanfarin ár. Hann hefur birt greinar um fyrstu konurnar sem leikstýrðu kvikmyndum á Íslandi, Ruth Hanson og Svölu Hannesdóttur, og um kvikmyndagerð Vigfúsar Sigurgeirssonar.

Nýjasta grein hans mun birtast í vorhefti Sögu 2025 en hún fjallar um kynslóðaskiptin í íslenskri kvikmyndagerð á sjöunda áratug 20. aldar og kvikmyndir Ósvalds Knudsen, sem var maður á mörkum tveggja tíma.

Kristín Svava Tómasdóttir, ritstjóri Sögu, ræðir við Gunnar Tómas um rannsóknir hans en einnig um Kvikmyndasafn Íslands og þann fjársjóð sem þar leynist.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR