Tökur hafnar á þáttaröðinni HILDUR eftir bókum Satu Rämö, Ebba Katrín Finnsdóttir fer með aðalhlutverkið

Tökur eru hafnar hér á landi á glæpaþáttaröðinni Hildur, sem byggð er á vinsælum bókum finnska rithöfundarins Satu Rämö um samnefnda vestfirska lögreglukonu.

Tinna Hrafnsdóttir (Heima er best, Vigdís) leikstýrir þáttunum en handrit skrifa þau Matti Laine (The Paradise, Bordertown) og Margrét Örnolfsdottir (Ófærð, Fangar)

Ebba Katrín Finnsdóttir fer með hlutverk Hildar, rannsóknarlögreglukonu hjá lögreglunni á Ísafirði, sem falið er að rannsaka röð sérkennilegra glæpa fyrir vestan. Henni til aðstoðar er Jakob (Lauri Tilkanen), finnskur lögreglumaður í þjálfun sem hefur ástríðu fyrir prjónaskap og Þjóðverjinn Florian (Rick Okon), sem fenginn er í teymið fyrir misskilning.

Þættirnir, sex talsins, eru framleiddir af Sagafilm og Take Two Studios fyrir streymisveituna Ruutu í Finnlandi og Sjónvarp Símans. Sölufyrirtækið Cineflix Rights höndlar alþjóðlega sölu, en það seldi einnig þáttaröðina Ráðherrann á alþjóðavettvangi. Einkafjármögunarsjóðurinn IPR.VC kemur einnig að verkefninu.

Variety skýrir frá.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR