[Stikla, plakat] DANSKA KONAN kynnt á Series Mania

Þáttaröðin Danska konan eftir Benedikt Erlingsson verður kynnt á kaupstefnunni Series Mania í mars. Af því tilefni hefur stikla verksins verið opinberuð og má skoða hér.

Með aðalhlutverkið fer danska leikkonan Trine Dyrholm. Sýningar hefjast á RÚV í janúar 2026.

Dyrholm fer með hlutverk Ditte Jensen, fyrrverandi starfsmanns dönsku leyniþjónustunnar sem flytur til Íslands í von um rólegt líf. En Ditte getur ekki breytt því hver hún er og fyrr en varir hefur blokkin sem hún býr í umturnast í vígvöll í baráttunni um betri heim.

Benedikt leikstýrir og skrifar einnig handrit þáttanna ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Þeir eru framleiddir af Marianne Slot og Carine Leblanc hjá franska framleiðslufyrirtækinu Slot Machine. Meðframleiðslufyrirtæki eru Gullslottið og Zik Zak í samvinnu við RÚV, ZDF/ARTE, DR, YLE, TRUENORTH, Wild Bunch í Þýskalandi, Jón Pálmason og Sigurð G. Pálmason. Þættirnir eru styrktir af Kvikmyndamiðstöð Íslands og Nordisk Film & TV Fond. The Party Film Sales fer með alþjóðlega sölu þáttanna.

Smelltu hér til að skoða stikluna ef spilarinn virkar ekki.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR