Sjáðu myndirnar! Þorsteinn J. fjallar um SÉÐ & HEYRT í nýrri þáttaröð

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur sent frá sér þáttaröðina Séð & heyrt: sagan öll sem fjallar um samnefnt slúðurtímarit hvers blómaskeið var á árunum 1996-2006. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2.

Rætt er við Þorstein í Íslandi í dag. Á Vísi segir:

Þættirnir fjalla tímarit sem bauð upp á íslenskt slúður í tuttugu ár, frá 1996 til 2016. Saga slúðurtímaritsins er sögð með viðtölum við blaðamenn og viðmælendur blaðsins. Þar kemur meðal annars fram að umbrotsviðmið blaðsins voru að hafa myndskreytingar ríkulegar, æsilegar forsíðu og krassandi fyrirsagnir. Alls verða þættirnir sex talsins.

„Gullöldin var 1996-2006. Þetta var algjör samfélagsspegill og fólk vildi vita hvernig voru að byrja saman, hverjir voru að hætta saman og var í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn.“

En af hverju lifði blaðið ekki af eins og við sjáum í löndunum í kringum okkar?

„Þetta er svo grátlega lítið samfélag. Við erum í rauninni eins og nemendafélag. Í Séð & heyrt höfðu ekki bara þessir fjörutíu rödd, það voru allir Íslendingar í blaðinu. Því þarna var líka venjulegt fólk að gera óvenjulega hluti.“

Ítarlegra viðtal við Þorstein um þættina má skoða hér.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR