Stuttmyndin FÁR á Disney+

Stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter er nú aðgengileg á alþjóðlegu streymisveitunni Disney+.

Þetta er í fyrsta sinn, svo Klapptré sé kunnugt um, sem íslensk kvikmynd er sýnd á Disney+.

Fár var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2023, þar sem hún keppti um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Síðan þá hefur myndin ferðast víða og verið sýnd á yfir 130 kvikmyndahátíðum um allan heim, þar á meðal á Toronto International Film Festival og Nordisk Panorama. Hún hefur hlotið einróma lof fyrir áhrifamikla frásögn og blæbrigðaríkan leik, sem skapar dýpt og tengsl við áhorfendur.

„Það er óskaplega mikið gleðiefni að geta deilt myndinni á þennan aðgengilega hátt með fólki, sem og mikill heiður fyrir allt það frábæra úrvalsfólk sem kom að gerð hennar,“ segir Gunnur af þessu tilefni.

Gunnur leikstýrir, skrifar handrit og fer að auki með aðalhlutverkið. Fár er framleidd af Rúnari Inga Einarssyni og Söru Nassim fyrir framleiðslufyrirtækið Norður.

Klapptré fjallaði um myndina þegar hún var Íslandsfrumsýnd á Stockfish hátíðinni í fyrra, þar sem hún var valin besta stuttmyndin og hlaut einnig fyrstu Evu Maríu Daníels verðlaunin:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR