Opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2025

Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2025. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍKSA og þar segir einnig:

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á innsendingarvef Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp fyrir Edduvarpið.

Innsendingargjöld eru sem hér segir:

  • Barna- og unglingamynd ársins, Erlend kvikmynd ársins og Kvikmynd ársins er kr. 33.000.
  • Heimildamynd ársins er kr. 22.000
  • Stuttmynd ársins og Heimildastuttmynd ársins er kr.11.000
  • Til fagverðlauna er kr. 7.000.

Öll verð eru án vsk.

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti miðvikudaginn 15. janúar, 2025. Strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.

Tilnefningar til Eddunnar 2025 verða kynntar 20. febrúar 2025.

Reglur Eddunnar eru hér.

SENDA INN VERK TIL EDDUNNAR 2025

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR