Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar þann 17. janúar næstkomandi. Fimm kvikmyndir munu hljóta tilnefningu í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins (International Feature Film). Óskarsverðlaunin verða veitt þann 3. mars.
Þetta er í fjórða sinn sem íslensk bíómynd birtist á stuttlista Óskarsverðlaunanna og annað árið í röð. Fyrir ári síðan var Volaða land eftir Hlyn Pálmason á stuttlistanum vegna Óskarsins 2024. 2021 var Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson á stuttlista fyrir Óskarinn 2022. Þá var Djúpið eftir Baltasar Kormák á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2013.
Myndirnar 15 á stuttlistanum eru: (land, enskur titill):
Brazil, “I’m Still Here”
Canada, “Universal Language”
Czech Republic, “Waves”
Denmark, “The Girl with the Needle”
France, “Emilia Pérez”
Germany, “The Seed of the Sacred Fig”
Iceland, “Touch”
Ireland, “Kneecap”
Italy, “Vermiglio”
Latvia, “Flow”
Norway, “Armand”
Palestine, “From Ground Zero”
Senegal, “Dahomey”
Thailand, “How to Make Millions before Grandma Dies”
United Kingdom, “Santosh”