Stjórnin er svo skipuð:
María Sigríður Halldórsdóttir, formaður
Ylfa Þöll Ólafsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, stjórnarmeðlimur
Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, stjórnarmeðlimur
Ríkey Konráðs, stjórnarmeðlimur
Lína Thoroddsen, stjórnarmeðlimur
Guðrún Daníelsdóttir, varakona
Rebekka A. Ingimundardóttir, varakona
Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að meðal fyrirhugaðra verkefna á nýju ári sé þátttaka í verkefninu Kvennaár 2025. Fulltrúi WIFT mun taka sæti í stjórn Kvennaárs 2025, en aðstandendur þess eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga.