spot_img

Ný stjórn WIFT kjörin

Ný stjórn WIFT á Íslandi var kjörin á aðalfundi félagsins um miðjan nóvember.

Stjórnin er svo skipuð:

María Sigríður Halldórsdóttir, formaður
Ylfa Þöll Ólafsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, stjórnarmeðlimur
Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, stjórnarmeðlimur
Ríkey Konráðs, stjórnarmeðlimur
Lína Thoroddsen, stjórnarmeðlimur
Guðrún Daníelsdóttir, varakona
Rebekka A. Ingimundardóttir, varakona

Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að meðal fyrirhugaðra verkefna á nýju ári sé þátttaka í verkefninu Kvennaár 2025. Fulltrúi WIFT mun taka sæti í stjórn Kvennaárs 2025, en aðstandendur þess eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur þess er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR