Sigurður Örn Brynjólfsson látinn

Sig­urður Örn Brynj­ólfs­son, einn frumkvöðla teiknimyndagerðar á Íslandi, er látinn 77 ára að aldri.

Sigurður Örn, sem kunnur var sem SÖB, lést 22. nóv­em­ber síðastliðinn í Eistlandi. Hann fædd­ist 19. sept­em­ber 1947 í Reykja­vík. Hann nam graf­íska hönn­un við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands og frjálsa mynd­list, mál­un og grafík við Aca­demie van Beeld­ende Kun­sten í Rotter­dam. 

Sig­urður Örn hóf fer­il sinn sem graf­ísk­ur hönnuður á nokkr­um aug­lýs­inga­stof­um hér á landi, vann síðar sjálf­stætt sem teikn­ari og kenndi um tíma graf­íska hönn­un við Mynd­lista- og handíðaskól­ann. Hann flutti til Eist­lands 1993 og fékkst þar við gerð teiknimynda, mynda­sögu­gerð og gerð barna­bóka.

Fyrsta teiknimynd hans, Þrymskviða, var sýnd í Regnboganum og á RÚV 1980. Eitt kunnasta verk hans er þáttaröðin Jól á leið til jarðar sem var sýnd sem jóladagatal RÚV árið 1994 og hefur verið endursýnd oft síðan við miklar vinsældir. Meðhöfundur hans að verkinu var Friðrik Erlingsson en þættirnir voru unnir í Eistlandi.

Úr Jól á leið til jarðar.

Sigurður Örn kom að gerð hátt í 100 teikni­mynda og voru flestar gerðar erlendis. Auk starfa í Eistlandi vann hann einnig að verk­efn­um í Svíþjóð, Finn­landi, Ung­verjalandi og Lit­há­en, sem og á Íslandi.

Sig­urður Örn teiknaði einnig mynda­sög­ur í dag­blöð, eins og um Bisa og Krimma, sem birt­ust í DV 1977-1978 og Pú og Pa, sem birt­ust í Frétta­blaðinu 2003. Hann hélt sýn­ing­ar á eig­in verk­um bæði hér á landi og er­lend­is og hlaut alþjóðleg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir teikn­ing­ar sín­ar.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sig­urðar Arn­ar er Lii­via Leskin fata­hönnuður og son­ur þeirra er Tind­ur Leskin, f. 2001. Fyrri eig­in­kona hans var Fjóla Rögn­valds­dótt­ir mynd­mennta­kenn­ari og eignuðust þau þrjú börn; Rögn­vald Frey, f. 1968, Brynj­ólf Ara, f. 1972, og Helgu, f. 1979. Barna­börn­in eru fjög­ur og eitt barna­barna­barn.

Útför Sig­urðar Arn­ar fer fram í Eistlandi en minn­ing­ar­at­höfn verður hald­in á Íslandi í janú­ar nk.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR