LJÓSBROT verðlaunuð í Kína og á Írlandi

Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar hlaut fyrir nokkrum dögum verðlaun Kínversku kvikmyndaakademíunar fyrir kvikmyndatöku Sophie Olsson. Elín Hall hlaut einnig verðlaun á Írlandi fyrir leik sinn í myndinni.

Golden Rooster kallast hin árlegu kvikmyndaverðlaun Kínversku kvikmyndaakademíunnar. Lengst af voru eingöngu kínverskar myndir verðlaunaðar á hátíðinni en fyrir nokkrum árum byrjaði akademían einnig að verðlauna erlendar myndir sem þykja skara fram úr.

Verðlaun fyrir besta listræna framlagið í alþjóðlegri kvikmynd hlaut Sophia Olsson kvikmyndatökukona fyrir Ljósbrot.

Rúnar segir þetta stór verðlaun og Sophia sé vel að þeim komin enda mikill listamaður. „Við höfum verið samstarfsfélagar og vinir í verða tuttugu ár. Ég er voða montinn af henni.“

Rúnar segir hið sama gilda um Elínu Hall, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. Elín hlaut um síðustu helgi hin árlegu Angela-verðlaun sem veitt eru á Evrópsku kvikmyndahátíðinni Subtitle í Kilkenny á írlandi.

Ljósbrot, sem leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni og framleidd af Heather Millard, nú hlotið 13 alþjóðleg verðlaun síðan myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR