Í tilkynningu segir að þetta séu tímamótasamningar fyrir félagið þar sem um er að ræða virtar sjónvarpsstöðvar með markaðsráðandi stöðu á sínum svæðum.
TF1 og Rai bætast í ört stækkandi hóp sjónvarpsstöðva um heim allan sem sýna þáttaröðina Ævintýri Tulipop. Þáttaröðin hefur nú verið talsett á átta tungumálum, meðal annars á pólsku, norsku, finnsku, arabísku og frönsku, og er komin í sýningar á YLE í Finnlandi, MBC í Mið-Austurlöndum, Canal+ í Póllandi, Tele-Québec í Kanada, Cartoonito í Bretlandi og Showmax í Suður-Afríku.
Alls staðar hefur þáttaröðinni verið mjög vel tekið, en þáttaröðin Ævintýri Tulipop er til dæmis ein af fimm vinsælustu þáttaröðunum fyrir börn hjá Canal+ í Póllandi og meðal vinsælustu þáttaraðanna hjá NRK í Noregi, segir einnig í tilkynningunni.
Á Íslandi eru þættirnir sýndir hjá Sjónvarpi Símans Premium. Þar eru fyrstu 39 þættirnir nú aðgengilegir áskrifendum, en ætlunin er að gera alls 52 þætti. Þriðja syrpa þáttanna kom í Sjónvarp Símans í september síðastliðnum, alls 13 þættir. Von er á síðasta skammti á næsta ári.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop Studios og framleiðandi þáttaraðarinnar segir: