LJÓSBROT fær 11. alþjóðlegu verðlaunin

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut á dögunum Outlook verðlaunin sem veitt eru af dómnefnd háskólanema á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cork á Írlandi.

Þetta eru elleftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem frumsýnd var á Cannes hátíðinni í vor. Jafnframt er þetta í 150. skipti sem kvikmyndir Rúnars hljóta verðlaun á alþjóðlegum hátíðum, segir í tilkynningu frá framleiðendum.

Í umsögn dómnefndar segir að Ljósbrot miðli einstaklega sannfærandi sögu sem dregur fram blæbrigði sorgar og kærleika og fangi augu, hugi og hjörtu.

Ljósbroti er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni. Framleiðandi er Heather Millard. Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR