Northern Lights hátíðin í annað sinn

Northern Lights Fantastic Film Festival er alþjóðleg stuttmyndahátíð haldin í annað sinn á Akureyri 31. október - 3. nóvember. Hátíðin sýnir 47 fantasíumyndir (fantastic-animation-horror-sci-fi) í Hofi auk þess sem boðið er uppá ýmiskonar viðburði.

Óskarstilnefndi kvikarinn John R. Dilworth er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hann er þekktastur fyrir teiknimyndaseríuna Courage the Cowardly Dog sem sýnd var á Cartoon Network um aldamótin.

Dómnefnd velur bestu mynd hátíðarinnar sem hlýtur í verðlaun 1000 evrur og 1 milljón kr. í tækjaúttekt hjá KUKL.

Meðal mynda á hátíðinni eru nýjar myndir frá Óskarstilnefndum höfundum eins og heiðursgesti hátíðarinnar John R. Dilworth og Abigail Breslin (Little Miss Sunshine) sem og hinum þrefalda Emmy-verðlaunaða leikstjóra og stop-motion kvikara Michael Granberry, en verk hans má sjá í kvikmyndum eins og hinni Óskarsverðlaunuðu Guillermo del Toro’s Pinocchio.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR