[Stikla] Áhyggjur og erfiður sannleikur í þáttaröðinni ÚTILEGU

Þáttaröðin Útilega kemur í Sjónvarp Símans þann 17. október. Fannar Sveinsson leikstýrir eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar og Sigurðar G. Valgeirssonar.

Þættirnir fjalla um sexmenninga á fimmtugsaldri sem hafa haldið hópinn síðan í menntaskóla og eru á leið í hina árlegu sumarútilegu ásamt fjölskyldum sínum. Í ferðunum vilja þau komast undan hversdagslegu amstri og skilja eftir áhyggjurnar heima. Hins vegar fylgja þær alltaf með í farangrinum. Allt lítur vel út á yfirborðinu en undir brosunum leynist sannleikurinn sem oft getur reynst erfiður og sár, segir í kynningu.

Þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Í helstu hlutverkum eru Aldís Amah Hamilton, Björn Thors, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Helga Viktoría Þorvaldsdóttir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR