Fyrrum ráðherra með geðhvörf berst gegn ranghugmyndum stjórnkerfisins um samfélagið í nýrri syrpu RÁÐHERRANS

Önnur syrpa þáttaraðarinnar Ráðherrann hefst á RÚV 13. október.

Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Sem heilbrigður maður kemur hann auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið. Að fá þeim breytt reynist hins vegar erfitt enda verður hinn geðsjúki alltaf brennimerktur þeim sjúkdómi sem hann glímir við.

Með helstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Anita Briem, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Jóel Sæmundsson. Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir leikstýra þáttunum sem eru skrifaðir af Jónasi Margeir Ingólfssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.

Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Sagafilm, en yfirframleiðendur eru Kjartan Þór Þórðarson, Tjörvi Þórsson og Hilmar Sigurðsson.

Gunnar Auðunn Jóhannsson annast stjórn myndatöku og Drífa Freyju-Ármannsdóttir sér um leikmyndahönnun. Klipparar eru Gunnar B. Guðbjörnsson og Logi Ingimarsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR