LJÓSBROT verðlaunuð í Nuuk á Grænlandi

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi á dögunum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi á dögunum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Á lokaathöfninni sagði Berda Larsen, formaður dómnefndar, þetta um myndina:

Með kraftmikillli miðlun tilfinninga leiddi myndin okkur áfram og gerði okkur berskjölduð. Það er einróma ákvörðun dómnefndarinnar að Ljósbrot er besta leikna kvikmyndin á hátíðinni.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR