Hlutverk dómnefndar er að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum “besta alþjóðlega myndin” (Best International Feature Film). Í nefndinni sitja alls níu manns, sem eru fulltrúar fagfélaga í kvikmyndaiðnaðinum auk fulltrúa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, kvikmyndahúsa á Íslandi og kvikmyndagagnrýnenda.
Dómnefndina í ár skipuðu:
- Ari Kristinsson, Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra
- Ása Baldursdóttir, fulltrúi kvikmyndahúss, Bíó Paradís
- Birna Hafstein, Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
- Björn Þór Vilhjálmsson, fulltrúi kvikmyndagagnrýnenda
- Guðbergur Davíðsson, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
- Guðrún Helga Jónasdóttir, Kvikmyndamiðstöð Íslands, formaður dómnefndar
- Silja Hauksdóttir, Samtök kvikmyndaleikstjóra
- Snjólaug Lúðvíksdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda
- Steingrímur Dúi Másson, Félag kvikmyndagerðarmanna
Nöfn dómnefndarmeðlima, sem og nöfn dómnefndarmeðlima fyrri ára má skoða á vef Eddunnar.