spot_img

[Stikla] O (HRINGUR) frumsýnd í Feneyjum, sýnd ásamt LJÓSBROTI í Bíó Paradís

Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur) var frumsýnd á Feneyjahátíðinni í gær. Gagnrýnandi Cineuropa segir hana þunga en áhrifamikla.

Gagnrýnandinn, Laurence Boyce, segir meðal annars: “Þó að það sé oft þungur tónn í þessari mynd, sem talar um mannlega breyskleika, þá er einnig andrúmsloft hins ljóðræna sem er borið uppi af ótrúlegri frammistöðu hins trausta íslenska leikara Ingvars Sigurðssonar. Þetta skapar djúpt, mannlegt og áhrifamikið verk.“

Myndin verður sýnd ásamt Ljósbroti Rúnars í Bíó Paradís frá og með deginum í dag.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR