Sýningar hafnar á LJÓSBROTI Rúnars Rúnarssonar

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum 28. ágúst.

Ljósbrot var í vor opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. The Hollywood Reporter og ScreenDaily völdu Ljósbrot meðal bestu myndanna á Cannes hátíðinni í ár. Einnig hefur myndin unnið til fernra alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna í sumar og er í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanareið tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Heather Millard hjá Compass Films framleiðir myndina ásamt Rúnari. Meðframleiðslufyrirtæki eru hið íslenska Halibut, hollenska Revolver, franska Eaux Vives/Jour2Fête og króatíska MP Film.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR