Myndin hefur að undanförnu selst til Japan, Bretlands og Írlands, Þýskalands og Austurríkis, Taívan, Ástralíu og Nýja Sjálands, Portúgal, Svíþjóðar, Kína, Brasilíu, Tékklands og Slóvakíu, Indlands og Úkraínu.
Áður hafði myndin selst til Ítalíu, Sviss, Noregs, Danmerkur, Finnlands, Ungverjalands, Grikklands, Ísrael, Póllands, Tyrklands og Eystrasaltslandanna, sem og Frakklands, Benelux landanna og Króatíu. Sölufyrirtækið Party Film Sales annast sölu á myndinni á heimsvísu, en Sam Film dreifir henni á Íslandi. Sýningar hefjast 28. ágúst.
Heather Millard, framleiðandi myndarinnar, segir hana svo gott sem uppselda og þau reikni með að loka samningum á þeim fáu löndum sem upp á vantar á næstu vikum. „Við erum auðvitað í skýjunum,“ segir Heather. „Það er ekki alltaf sem listin og markaðsöflin eiga samleið.“