Valdís Óskarsdóttir: Þykir vænst um myndirnar sem gáfu jafnmikið til baka

Valdís Óskarsdóttir klippari ræðir fagið og ferilinn í þættinum Linsunni á Rás 1.

Hún segir meðal annars alltaf reyna að fara ótroðnar slóðir og koma sjálfri sér á óvart. Starfið sé mjög skapandi en geti verið óheyrilega slítandi og erfitt. Henni þyki vænst um myndirnar sem gáfu henni jafnmikið til baka.

Segir á vef RÚV:

„Þetta er alveg sérstakur heimur,“ segir Valdís um klippingar. „Ég fæ efnið í hendurnar og síðan á ég að búa til söguna úr þeim.“ Að vísu eru handrit sem senurnar eru teknar upp eftir en engin fyrirmæli eru um klippingarnar, hver eigi að vera í mynd eða hvenær eigi að vera í víðu skoti eða þröngu og svo framvegis.

„Þetta er allt eitthvað sem klipparinn býr til sjálfur inni í herberginu,“ segir Valdís. Lengi vel var ekki byrjað að klippa fyrr en tökum lauk en í dag er klippt jafnóðum. „Þetta er bara að sitja og segja sögur með allt þetta efni fyrir framan þig og velta því fyrir þér hvernig er best að setja upp þessa senu.“ Þegar senan sé orðin leiðinleg þurfi hún að finna leiðir til að brjóta hana upp og gera hana spennandi.

„Þetta er alveg svakalega skapandi vinna. Þú ert ekki með nein fyrirmæli. Þér er ekki sagt hvað þú átt að gera. Þú ert bara sjálf að finna út úr því hvernig á að gera hlutina. Mér finnst þetta alveg svakalega skemmtilegt.“

Á sama tíma geti starfið orðið „alveg hreint óheyrilega erfitt og slítandi. Að vinna átta, tíu, tólf, fjórtán tíma þegar verst lét. Og mæta síðan daginn eftir og halda áfram.“

Lesa má viðtalið eða hlusta á það hér.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR